PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Wolves og Forest: Fimm breytingar á liði Wolves
Mynd: Wolves
Mynd: Getty Images
Wolves tekur á móti Nottingham Forest í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Úlfarnir gera fimm breytingar á byrjunarliðinu sem gerði jafntefli við Tottenham í síðustu umferð, þar sem hægri bakvörðurinn Pedro Lima spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik.

Hann kemur inn í byrjunarliðið fyrir Nelson Semedo, en Craig Dawson, Jean-Ricner Bellegarde, Matheus Cunha og André detta einnig úr liðinu. Cunha er í leikbanni.

Í þeirra stað koma Rodrigo Gomes, Tommy Doyle, Goncalo Guedes og Jörgen Strand Larsen inn í byrjunarliðið.

Nuno Espirito Santo gerir tvær breytingar á byrjunarliði Forest eftir sigur gegn Everton í síðustu umferð. Murillo og Callum Hudson-Odoi koma inn í byrjunarliðið eftir smávægileg meiðslavandræði og eru það Ramon Sosa og Morato sem víkja úr liðinu.

Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið þar sem Úlfarnir eru í fallbaráttu á meðan Forest er óvænt í toppbaráttu og getur jafnað Arsenal á stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri.

Wolves: Sa, Lima, Bueno, Doherty, Ait-Nouri, R. Gomes, J. Gomes, Doyle, Guedes, Larsen, Hwang
Varamenn: Johnstone, Lemina, Sarabia, Forbs, Bellegarde, Meupiyou, Cundle, Pond, Okoduwa

Nott. Forest: Sels, Williams, Murillo, Milenkovic, Aina, Dominguez, Anderson, Gibbs-White, Hudson-Odoi, Elanga, Wood
Varamenn: Miguel, Morato, Awoniyi, Ward-Prowse, Moreno, Jota, Yates, Sosa, Boly
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner