PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Nuno: Úlfarnir eru með mjög góðan leikmannahóp
Nuno Espírito Santo.
Nuno Espírito Santo.
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo stjóri Nottingham Forest heimsækir sitt gamla félag í Wolverhampton í kvöld.

Forest hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu og er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Úlfarnir eru við fallsvæðið.

„Við höfum fengið góðan tíma til að undirbúa þennan leik og það var kærkomið því það hefur verið mikið leikjaálag," segir Nuno.

Hann tjáði sig um mótherjana og þeirra nýja stjóra, hinn portúgalska Vitor Pereira.

„Það er of snemmt að sjá breytingar. Ég hef þekkt Vitor lengi og hann hefur átt mjög flottan stjóraferil. Við búumst við erfiðum leik gegn góðu liði. Wolves hefur mjög góðan leikmannahóp."

Leikur Wolves og Forest í kvöld hefst klukkan 20:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner