PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 10:46
Elvar Geir Magnússon
Barcelona vill Son
Heung-Min Son.
Heung-Min Son.
Mynd: EPA
Barcelona vill fá Son Heung-min frá Tottenham en hann verður samningslaus í lok tímabilsins.

Barcelona er þröngur stakkur skorinn vegna erfiðrar fjárhagsstöðu og spurning hvaða áhrif það hefur á áform félagsins um að krækja í Kóreumanninn.

TNT Sports segir að Barcelona horfi til leikmanna sem eru að verða samningslausir á komandi sumri.

Son, sem er 32 ára, má hefja viðræður við félög núna og hann gæti tekist á við nýja áskorun hjá Barcelona. Hjá Tottenham hefur hann skorað 125 úrvalsdeildarmörk á níu og hálfu ári.

Vegna aldurs mun hann ekki fá lengri en tveggja ára samning hjá Barcelona eða Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner