PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 09:54
Elvar Geir Magnússon
Kolding búið að ráða og Arnar fékk ekki starfið
Arnar Grétarsson hafði verið orðaður við starfið.
Arnar Grétarsson hafði verið orðaður við starfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun tilkynnti danska félagið Kolding að Spánverjinn Albert Rudé hefði verið ráðinn nýr þjálfari liðsins.

Arnar Grétarsson, sem var látinn fara frá Val í fyrra, var einn af þeim sem kom til greina í starfið.

Kolding er sem stendur í sjöunda sæti dönsku B-deildarinnar en varnarmaðurinn Ari Leifsson er á mála hjá félaginu.

Rudé, sem er 37 ára, stýrði síðast pólska liðinu Wisla Kraká en hann var áður aðstoðarþjálfari Inter Miami í Bandaríkjunum.

Niklas Nürnberg, yfirmaður fótboltamála hjá Kolding, segir að eftir langt og ítarlegt ferli hafi Rudé orðið þeirra fyrsti kostur.

„Hann er þjálfari með mikla taktíska þekkingu og mjög skýra áætlun um hvernig hann mun byggja upp sóknarleikinn okkar, en þar er svigrúm til bætinga hjá okkur," segir Nürnberg.
Athugasemdir
banner
banner
banner