PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að selja ungan miðjumann til Ítalíu
Cesare Casadei.
Cesare Casadei.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að ganga frá sölu á miðjumanninum Cesare Casadei til Torino á Ítalíu.

Það er enska götublaðið The Sun sem segir frá þessu en kaupverðið er um 10 milljónir punda.

Casadei er 21 árs gamall miðjumaður sem var keyptur til Chelsea frá Inter Milan sumarið 2022. Þá borgaði Chelsea fyrir hann 12,6 milljónir punda.

Leikmaðurinn var lánaður til Reading og Leicester en hann hefur fengið fá tækifæri með aðalliði Chelsea.

Talið er að Chelsea muni eiga möguleika á því að kaupa hann aftur og verður það hluti af sölunni til Torino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner