Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher hefur verið duglegur að tjá sig um Mohamed Salah og samningsviðræður hans og liðsfélaga hans við Liverpool.
Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær og birti Salah mynd á Instagram í morgun. Á myndinni er að hann að gera sig tilbúinn til að taka aukaspyrnu og stendur Trent Alexander-Arnold með honum á boltanum.
Það er einn annar leikmaður með á myndinni og er það Virgil van Dijk, en þetta eru einmitt þeir þrír leikmenn sem eru að renna út á samningi næsta sumar. Þetta hafa verið túlkuð sem einhvers konar skilaboð frá Salah, sem hefur kvartað undan aðgerðarleysi Liverpool í viðtölum þar sem hann vill fá betra samningstilboð frá félaginu.
Carragher hefur gagnrýnt þessa hegðun hjá Salah og segir hana vera ófagmannlega. Hann segir að Salah og Alexander-Arnold ættu að taka fyrirliðann Van Dijk sér til fyrirmyndar í þessum efnum þar sem fagmennskan er höfð í fyrirrúmi.
„Mér finnst að hinir tveir (Trent og Salah) ættu að taka Virgil van Dijk sér til fyrirmyndar," sagði Carragher meðal annars í fótboltaþætti Sky Sports frá því í kvöld, í kringum 0-3 sigur Nottingham Forest gegn Wolves í síðasta leik umferðarinnar.
Twitter aðgangur Sky birti myndbrot úr þættinum hjá sér og svaraði Salah því myndbroti með skilaboðum sem voru líklegast ætluð Carragher.
„Ég er farinn að halda að þú sért heltekinn af mér," skrifaði Salah og endaði færsluna með blikk tjákni.
Carragher var ekki lengi að svara þessari færslu.
„Ég hef alltaf verið heltekinn af þér og vonandi heldur það áfram á næstu leiktíð," svaraði Carragher skoplega.
I’m starting to think you’re obsessed with me ???? https://t.co/YAnwbaHdRi
— Mohamed Salah (@MoSalah) January 6, 2025
I’ve always been obsessed with you @MoSalah hopefully that obsession will continue next season ???????????? https://t.co/5hVQVxhRxb
— Jamie Carragher (@Carra23) January 6, 2025
Athugasemdir