Jhon Duran sóknarmaður Aston Villa er eftirsóttu og Juventus vill skipta á Dusan Vlahovic og Joshua Zirkzee, sóknarmanni Manchester United. Þetta og mikið fleira í slúðurpakka dagsins.
Paris St-Germain hefur áhuga á að fá Jhon Duran (21) og talið er að Aston Villa gæti freistast til að selja kólumbíska framherjann á 60 milljónir punda. (Talksport)
Deco, íþróttastjóri Barcelona, hefur þegar átt óformlegar viðræður með fulltrúum Duran til að láta hann vita að hann sé á blaði katalónska félagsins. (Sport)
Bayern München vill skáka Manchester United og fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) frá Sporting Lissabon. (Star)
Real Madrid ætlar ekki að fá hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk (33) þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Umboðsmenn leikmannsins leituðu til Madrídarfélagsins. (Relevo)
Sádi-arabíska atvinnumannadeildin er vongóð um að fá brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) frá Manchester United í þessum mánuði. (Telegraph)
Manchester United og Tottenham eru að kanna möguleika á að fá franska framherjann Randal Kolo Muani (26) á láni frá Paris St-Germain í janúar. Juventus hefur einnig áhuga. (Athletic)
AC Milan hefur áhuga á að fá Marcus Rashford (27) lánaðan frá Manchester United en enska félagið þyrfti að halda áfram að greiða umtalsverðan hluta af launum enska framherjans. (Guardian)
Juventus hefur áhuga á að fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (23) á láni en leikmaðurinn hefur engan áhuga á að fara frá Manchester United. (Sky Sports)
Manchester United hefur verið boðið að fá serbneska framherjann Dusan Vlahovic (24) í skiptasamningi við Juventus fyrir Zirkzee. (Teamtalk)
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz (26) er á óskalista tveggja enskra úrvalsdeildarfélaga. Juventus er opið fyrir því að selja þennan fyrrum leikmann Aston Villa. (Football Italia)
Real Betis er eitt af mörgum félögum sem vonast til að fá brasilíska kantmanninn Antony (24) frá Manchester United á láni út tímabilið. (Independent)
Antony gæti verið lánaður til Olympiakos í Grikklandi. (Sun)
Crystal Palace hefur áhuga á enska miðjumanninum Jobe Bellingham (19), bróðir Jude Bellingham, sem Sunderland metur á um 20 milljónir punda. (Talksport)
Niclas Fullkrug (31), framherji West Ham, er á óskalista Juventus fyrir janúargluggann en ítalska félagið vill fá þennan 31 árs gamla þýska landsliðsmann á láni. (Calciomercato)
Brasilíski framherjinn Matheus Cunha (25) er enn að íhuga möguleika sína áður en hann ákveður hvort hann skrifi undir nýjan samning við Wolves. (Sky Sports)
Chelsea er að velta því fyrir sér hvort að kalla eigi enska varnarmanninn Trevoh Chalobah (25) úr láni hjá Crystal Palace eða reyna að fá nýjan varnarmann í janúar. (Teamtalk)
Chelsea hefur áhuga á að kaupa miðvörðinn Marc Guehi (24) til baka frá Crystal Palace. Bláliðar seldu Guehi 2021. (BBC)
Liverpool ætlar að reyna að fá Anis Hadj Moussa (22), alsírskan kantmann Feyenoord. (Football Insider)
Liverpool ætlar ekki að senda ítalska framherjann Federico Chiesa (27) á lán í janúar, að sögn umboðsmanns hans. Chiesa hefur verið orðaður við Napoli. (Liverpool Echo)
Forráðamenn West Ham funda þessa dagana um hvort rétt sé að láta Julen Lopetegui fara og hafa rætt við Graham Potter um möguleika á því að hann taki við. (BBC)
Athugasemdir