PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pereira: Þurfum að minnsta kosti tvo eða þrjá nýja leikmenn
Úlfarnir eru búnir að næla sér í sjö stig í fjórum leikjum undir stjórn Pereira. Þeir spila næst við Bristol City í FA bikarnum og eiga svo erfiða leiki framundan við Newcastle, Chelsea, Arsenal, Aston Villa og Liverpool í úrvalsdeildinni.
Úlfarnir eru búnir að næla sér í sjö stig í fjórum leikjum undir stjórn Pereira. Þeir spila næst við Bristol City í FA bikarnum og eiga svo erfiða leiki framundan við Newcastle, Chelsea, Arsenal, Aston Villa og Liverpool í úrvalsdeildinni.
Mynd: EPA
Vitor Pereira nýr þjálfari Wolves var svekktur eftir fyrsta tapið sitt við stjórnvölinn hjá félaginu.

Pereira tók við Úlfunum eftir að liðið tapaði á heimavelli gegn Ipswich um miðjan desember. Honum tókst að snúa slæmu gengi strax við með góðum sigrum gegn Leicester og Manchester United, áður en Úlfarnir náðu jafntefli á útivelli gegn Tottenham. Nú var þó komið að fyrsta tapinu.

„Það er hægt að segja að við höfum verið óheppnir en raunin er sú að við spiluðum gegn virkilega sterkum andstæðingum í dag, þeir eru afar sterkir líkamlega og ótrúlega snöggir í skyndisóknum. Við spiluðum fínan leik og fengum góð færi til að skora sem við nýttum ekki. Hefðum við skorað í fyrri hálfleik þá hefði þessi leikur spilast öðruvísi," sagði Pereira að leikslokum. „Þeir skoruðu nánast í hvert skipti sem við gerðum mistök. Þetta er mjög sterkt lið."

Úlfarnir voru án mikilvægra leikmanna vegna meiðsla og leikbanns í leiknum í kvöld og segir Pereira að þeir hafi fundið fyrir því, en hann gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu eftir jafnteflið gegn Tottenham í síðustu umferð.

„Ég er stoltur af strákunum fyrir frammistöðuna í dag. Við erum með lítinn leikmannahóp og við höfum fengið að finna fyrir því þessa vikuna. Við þurfum að bæta að minnsta kosti tveimur eða þremur leikmönnum við hópinn í janúar.

„Ég er ánægður með hversu mörg færi við sköpuðum og ég verð að hrósa markverði Nottingham Forest því hann átti nokkrar magnaðar markvörslur í þessum leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner