Heimild: Þungavigtin
Í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin er sagt að miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson sé búinn að gera munnlegt samkomulag við ÍA.
Alex hefur verið orðaður við ÍA í nokkurn tíma en hann gekk í raðir KR frá sænska liðinu Öster fyrir ári síðan en náði ekki að finna sig í Vesturbænum og fékk talsverða gagnrýni á síðasta tímabili.
Alex hefur verið orðaður við ÍA í nokkurn tíma en hann gekk í raðir KR frá sænska liðinu Öster fyrir ári síðan en náði ekki að finna sig í Vesturbænum og fékk talsverða gagnrýni á síðasta tímabili.
Í þættinum er sagt að Alex sé búinn að ná samkomulagi við Skagamenn en eigi eftir að gera upp sín mál við KR.
Alex er 25 ára gamall og lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar. Hann lék 24 leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra.
ÍA endaði í fimmta sæti Bestu deildarinnar en liðið var lengi vel að daðra við Evrópusæti.
Athugasemdir