Ange Postecoglou er öruggur í starfi sínu hjá Tottenham þrátt fyrir slæm úrslit að undanförnu.
Tottenham hefur ekki gengið sérlega vel á tímabilinu en liðið er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Spurs tapaði gegn Newcastle á heimavelli um nýliðna helgi.
Tottenham hefur ekki gengið sérlega vel á tímabilinu en liðið er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Spurs tapaði gegn Newcastle á heimavelli um nýliðna helgi.
David Ornstein, einn áreiðanlegasti fótboltablaðamaður Bretlandseyja, segir að Tottenham sé ekki að fara að reka Postecoglou úr starfi þrátt fyrir slakan árangur á tímabilinu.
„Mér er sagt að Ange Postecoglou sé 100 prósent öruggur í sínu starfi," sagði Ornstein.
„Tottenham styður við bakið á honum til að leiða þetta verkefni áfram. Þeir eiga möguleika á því að vinna deildabikarinn og Evrópudeildina. Þeir eru að einbeita sér að því þó markmiðið sé auðvitað áfram að enda á meðal efstu fjögurra í ensku úrvalsdeildinni."
Athugasemdir