Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er að krækja í brasilíska sóknarleikmanninn Anderson Talisca úr röðum Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Talisca er 30 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður í liði Al-Nassr undanfarin ár, eftir að hafa meðal annars leikið fyrir Besiktas og Guangzhou á ferlinum.
Talisca braust fyrst fram í sviðsljósið sem ungur leikmaður hjá Benfica og brasilíska landsliðinu en kaus snemma á ferlinum að spila í austrinu frekar en í vestrinu.
Kaupverðið er óuppgefið, en talið er að Talisca sé partur af félagaskiptum Youssef En-Nesyri til Al-Nassr.
Al-Nassr er talið borga um 40 milljónir evra auk Talisca til þess að kaupa En-Nesyri frá Fenerbahce.
En-Nesyri kom til Fenerbahce síðasta sumar og hefur komið að 14 mörkum í 25 leikjum fyrir félagið síðan.
Áður en þessi landsliðsmaður Marokkó gekk til liðs við Fenerbahce var hann mikilvægur hlekkur í liði Sevilla í spænska boltanum, Þar skoraði hann 73 mörk í 196 leikjum.
Það verður fróðlegt að sjá En-Nesyri fullkomna sóknarlínu Al-Nassr sem inniheldur einnig Sadio Mané og Cristiano Ronaldo.
24.12.2024 17:00
Gætu skipst á leikmönnum
Athugasemdir