PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 15:29
Elvar Geir Magnússon
Vill ekki sjá yfirmann fótboltamála á æfingasvæðinu
Tim Steidten.
Tim Steidten.
Mynd: Getty Images
Það andar köldu milli Julen Lopetegui stjóra West Ham og Tim Steidten sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Staða Lopetegui er alls ekki talin örugg en liðið hefur fengið skelli gegn Liverpool og Manchester City í síðustu umferðum.

Guardian segir að Lopetegui hafi verið nálægt því að vera rekinn í síðasta mánuði og hafi beðið Steidten um að halda sér frá æfingasvæðinu. David Moyes, fyrrum stjóri West Ham, vildi heldur ekki hafa Þjóðverjann á æfingasvæðinu en þar er hann með skrifstofuaðstöðu.

West Ham er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti. Varnarleikur liðsins hefur verið eins og gatasigti. Sögusagnir hafa verið í gangi um að Lopetegui gæti verið rekinn og Graham Potter ráðinn í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner