Tottenham gekk frá kaupum á króatíska markverðinum Antonín Kinský á dögunum og er hann gjaldgengur til að spila með liðinu strax í næsta leik gegn Liverpool.
Tottenham spilar við Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarnum annað kvöld og hefur liðið verið í gríðarlegum meiðslavandræðum þar sem markverðirnir Guglielmo Vicario og Fraser Forster eru báðir fjarri góðu gamni.
Vicario er meiddur út febrúar og Forster er að glíma við veikindi þessa daga, svo Brandon Austin þriðji markvörður liðsins var á milli stanganna í tapi gegn Newcastle um helgina. Hann leit ekki vel út í þeim leik og því nauðsynlegt fyrir Tottenham að krækja í nýjan markvörð.
Kinský er aðeins 21 árs gamall en var valinn sem besti markvörður síðustu leiktíðar í tékknesku deildinni. Tottenham borgaði 12,5 milljónir punda fyrir markvörðinn sem gæti reynt að berjast við Vicario um byrjunarliðssætið þegar Ítalinn kemur aftur úr meiðslum.
Athugasemdir