Bakvarðamál Liverpool hafa verið mikið til umræðu, sérstaklega vegna óvissunnar um Trent Alexander-Arnold sem virðist vera á leið til Real Madrid.
Alexander-Arnold átti slakan leik í jafnteflinu gegn Manchester United í gær og hefur fengið kaldar kveðjur frá mörgum stuðningsmönnum Liverpool.
Alexander-Arnold átti slakan leik í jafnteflinu gegn Manchester United í gær og hefur fengið kaldar kveðjur frá mörgum stuðningsmönnum Liverpool.
„Hann var langt frá sínu besta og virkaði kærulaus, Manchester United nýtti sér það. Í fyrsta sinn í gær heyrði ég pirring í hans garð frá stuðningsmönnum Liverpool, þetta var ekki fjölmennur hópur en nægilega stór til að láta í sér heyra," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.
„Andy Robertson hefur ekki sýnt sitt besta á þessu tímabili. Hann er góður leikmaður en Liverpool þarf að fara að horfa til framtíðar. Stuðningsmenn Wolves og Bournemouth verða ekki hrifin en ég get séð Liverpool gera tilboð í Rayan Ait-Nouri og Milos Kerkez."
Ait-Nouri er 23 ára alsírskur vinstri bakvörður Wolves og Kerkez er 21 árs ungverskur vinstri bakvörður Bournemouth.
Athugasemdir