PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 10:31
Elvar Geir Magnússon
Hrafn í Stjörnuna (Staðfest)
Hrafn Guðmundsson.
Hrafn Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur náð samkomulagi við Hrafn Guðmundsson og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Hrafn kemur til Stjörnunnar frá KR eftir að hafa verið þar á síðasta tímabili. Hrafn er uppalinn í Aftureldingu og spilaði sinn fyrsta leik í 1. deildinni árið 2021 þá aðeins fimmtán ára gamall.

„Tökum vel á móti Hrafni og hlökkum til að sjá hann í bláu treyjunni í sumar," segir í tilkynningu Stjörnunnar. Garðbæingar höfnuðu í fjórða sæti Bestu deildarinnar í fyrra.

Hrafn verður nítján ára gamall í febrúar en hann er sóknarleikmaður sem lék fjóra leiki með KR í Bestu deildinni, þar af þrjá undir stjórn Gregg Ryder, en kom ekkert við sögu eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við liðinu.

Stjarnan

Komnir
Samúel Kári Friðjónsson frá Grikklandi
Benedikt V. Warén frá Vestra
Andri Rúnar Bjarnason frá Vestra
Hrafn Guðmundsson frá KR
Aron Dagur Birnuson frá Grindavík
Henrik Máni B. Hilmarsson frá ÍBV (var á láni)
Guðmundur Rafn Ingason frá Fylki

Farnir
Daníel Laxdal hættur
Hilmar Árni Halldórsson hættur
Þórarinn Ingi Valdimarsson hættur
Mathias Rosenörn
Óli Valur Ómarsson til Breiðabliks (var á láni frá Sirius)
Athugasemdir
banner
banner
banner