PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Conceicao steig trylltan dans og reykti vindil eftir sigurinn
Mynd: EPA
Sergio Conceicao nýr þjálfari AC Milan fór gríðarlega vel af stað þegar hann stýrði sínum mönnum til sigurs í ítalska Ofurbikarnum.

Hann tók við félaginu 30. desember og var hans fyrsta verkefni að mæta Juventus í undanúrslitaleik Ofurbikarsins. Sá leikur vannst 2-1 og þá var komið að nágrönnunum og erkifjendunum í Inter í úrslitaleiknum.

Inter komst í 2-0 forystu í jöfnum slag en þá skipti Milan um gír og tókst að lokum að sigra 2-3 eftir magnaða endurkomu. Conceicao var í miklu stuði að leikslokum og var birt myndband af honum að dansa inn í búningsklefa eftir sigurinn.

Þar reykir hann vindil til að fagna sigrinum á meðan leikmenn Milan hvetja danstaktana áfram með því að syngja sumarsmellinn fræga frá 2010, 'Danza Kuduro'.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner