PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja fá Jobe Bellingham til sín í mánuðinum
Jobe Bellingham.
Jobe Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jobe Bellingham, miðjumaður Sunderland, er áfram á lista Crystal Palace fyrir janúargluggann. Það er talkSPORT sem greinir frá þessu.

Palace hefur lengi haft áhuga á þessum efnilega leikmanni sem metinn er á 20 milljónir punda.

Bellingham er 18 ára gamall og er ekki ósvipaður bróður sínum, Jude, innan vallar. Hann leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður og getur einnig leikið í fremstu víglínu.

Hann var orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni síðastliðið sumar en hann endaði á því að endursemja við Sunderland. Þar hefur hann leikið vel á yfirstandandi tímabili.

Núna sýna félög í ensku úrvalsdeildinni honum aftur áhuga og spurning er hvort hann fari þangað.
Athugasemdir
banner
banner
banner