Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, var spurður að því hvaða leikmaður hefði komið honum mest á óvart með frammistöðu sinni í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
„Ég myndi segja Chris Wood hjá Nottingham Forest. Hann hefur fært leik sinn upp um nýtt stig undir stjórn Nuno Espirito Santo. Hann hefur sýnt framúrskarandi frammistöðu og er þegar kominn með ellefu úrvalsdeildarmörk," segir McNulty.
„Hann hefur verið miðpunkturinn í stórkostlegri frammistöðu Nottingham Forest á tímabilinu."
Wood er 33 ára og verður í eldlínunni með Forest gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Athugasemdir