Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Titilbaráttuslagurinn sem enginn gat spáð
Morgan Gibbs-White hlustaði ekki á stuðningsmenn Wolves baula á hann.
Morgan Gibbs-White hlustaði ekki á stuðningsmenn Wolves baula á hann.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest tekur á móti toppliði Liverpool á þriðjudaginn í næstu viku, í titilbaráttuslag sem enginn gat spáð fyrir um í ágúst.

Nuno Espirito Santo hefur verið að gera stórkostlega hluti með Forest sem hefur unnið sex leiki í röð og er sex stigum frá toppnum eftir 3-0 sigur gegn Wolves í gær.

Forest, sem vann Liverpool á Anfield fyrr á tímabilinu, er hreinlega í titilbaráttu. Leikur liðanna næsta þriðjudag er óvæntasti stórleikur tímabilsins.

Nuno segist ekkert vera að spá í stöðunni í deildinni. „Markmið tímabilsins? Ég hef alltaf sama markmið: að bæta leikmennina. Ef mér tekst að bæta leikmennina verður liðið betra og þá eru allir ánægðir," sagði Portúgalinn eftir leik í gær.

Forest er eina liðið sem hefur unnið Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Ef þeir vinna Liverpool í næstu viku þá stimpla þeir sig inn í baráttu um titilinn. Það yrði stórkostlegt afrek hjá þeim að komast í Meistaradeildina. Það er raunhæfur möguleiki á því að Forest spili í Meistaradeildinni," segir Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner