Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim og Bruno hafa trú á Zirkzee
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Framtíð hollenska sóknarleikmannsins Joshua Zirkzee er óljós. Háværir orðrómar segja hann vera á förum frá Manchester United í janúar, líklegast á lánssamningi.

Zirkzee hefur ekki verið góður með Man Utd á tímabilinu og átti hörmulegan leik í 0-2 tapi gegn Newcastle fyrir viku síðan. Þar var honum skipt út á 33. mínútu eftir skelfilega frammistöðu.

Rúben Amorim þjálfari Rauðu djöflanna hefur þó trú á leikmanninum, sem og Bruno Fernandes fyrirliði.

„Ég vil halda Josh því hann er með mikinn metnað og leggur allt í sölurnar, hann er að reyna sitt besta á æfingum. Við vitum þó ekki með framhaldið, glugginn er opinn og við verðum að bíða og sjá hvað gerist," sagði Amorim um leikmanninn eftir 2-2 jafntefli gegn Liverpool um helgina.

Zirkzee fékk að spila síðustu mínúturnar gegn Liverpool og tjáði Bruno Fernandes sig einnig um hann að leikslokum.

„Hann þarf meiri tíma til að aðlagast enska boltanum en það leikur ekki vafi á því að hann hefur gæðin sem þarf til að spila hérna. Hann átti mjög erfiðan leik gegn Newcastle, ég var uppi í stúku að horfa. Ég hef aldrei áður séð neitt í líkingu við þetta og það pirrar mig mjög mikið vegna þess að ég veit að þetta er leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram."

Zirkzee kom inn í byrjunarliðið gegn Newcastle fyrir Bruno sem var sjálfur í leikbanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner