Mathys Tel og Kevin Danso, tveir leikmenn sem Tottenham sótti rétt fyrir gluggalok, eru klárir í slaginn gegn Liverpool í deildabikarnum á morgun.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, staðfestir að þeir geti báðir verið með.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, staðfestir að þeir geti báðir verið með.
„Mathys og Kevin eru báðir klárir," sagði Postecoglou.
Tel er sóknarleikmaður sem var fenginn á láni frá Bayern München og Danso er varnarmaður sem kom frá Lens.
Það er hins vegar ólíklegt að Cristian Romero og Mickey van de Ven verði með í leiknum. Þeir eru báðir að koma til baka eftir meiðsli.
Tottenham er með 1-0 forystu gegn Liverpool en leikurinn á morgun fer fram á Anfield. Sigurliðið mætir annað hvort Newcastle eða Arsenal í úrslitaleiknum.
Athugasemdir