Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýju mennirnir klárir í slaginn
Mathys Tel.
Mathys Tel.
Mynd: Tottenham Hotspur
Mathys Tel og Kevin Danso, tveir leikmenn sem Tottenham sótti rétt fyrir gluggalok, eru klárir í slaginn gegn Liverpool í deildabikarnum á morgun.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, staðfestir að þeir geti báðir verið með.

„Mathys og Kevin eru báðir klárir," sagði Postecoglou.

Tel er sóknarleikmaður sem var fenginn á láni frá Bayern München og Danso er varnarmaður sem kom frá Lens.

Það er hins vegar ólíklegt að Cristian Romero og Mickey van de Ven verði með í leiknum. Þeir eru báðir að koma til baka eftir meiðsli.

Tottenham er með 1-0 forystu gegn Liverpool en leikurinn á morgun fer fram á Anfield. Sigurliðið mætir annað hvort Newcastle eða Arsenal í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner