Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 05. maí 2023 15:40
Fótbolti.net
Sterkust í 2. umferð - Af hverju að hætta því núna?
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Marki fagnað gegn FH.
Marki fagnað gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ásdís Karen Halldórsdóttir var besti leikmaður 2. umferðar í Bestu deildar kvenna að mati Fótbolta.net.

Ásdís Karen fór fyrir sínu liði í 2-0 sigrinum gegn FH í byrjun vikunnar. Hún skoraði bæði mörk Hlíðarendafélagsins í leiknum.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega

„Skorar bæði mörk Vals í leiknum og var mjög ógnandi. Með mjög góð hlaup á bak við vörnina," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Ásdís, sem er fædd árið 1999, var gríðarlega öflug á síðustu leiktíð þegar Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Frammistaða hennar á síðasta tímabili skilaði henni sæti í A-landsliði kvenna en það er spurning hvort hún verði í næsta hóp.

Ásdís Karen var í viðtali eftir leikinn gegn FH þar sem hún var spurð út í byrjunina hjá Val sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. „Við ætlum auðvitað að taka titilinn aftur. Það er alltaf stefnan hjá okkur og við erum búnar að gera það síðustu tvö ár. Af hverju ættum við að hætta því núna?"

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Ásdís Karen sátt: Það hefði verið gaman en við unnum leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner