FH hefur leik í Bestu deildinni á mánudaginn þegar liðið heimsækir Breiðablik á Kópavogsvöll.
Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá FH á kynningarfundi ÍTF í vikunni og var hann spurður hvað væri ásættanlegur árangur hjá FH í sumar.
Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá FH á kynningarfundi ÍTF í vikunni og var hann spurður hvað væri ásættanlegur árangur hjá FH í sumar.
„Það er bæting frá árinu í fyrra og vorum einu stigi (og markatölu) frá því að ná 4. sætinu. Ásættanlegur árangur og markmiðið okkar er að komast í topp fjóra sem vonandi og væntanlega gefur Evrópusæti," sagði Davíð.
Ætla að gera allt til að hafa völlinn kláran 20. apríl
Hann var einnig spurður út í ástandið á Kaplakrikavelli sem eftirminnilega var ekki tilbúinn fyrir fyrstu heimaleiki FH í fyrra og spilað var á Miðvellinum fræga. FH á settan heimaleik í 3. umferð, gegn HK þann 20. apríl. Kaplakrikavöllur var í leikmannakönnun sagður sá völlur sem leikmönnum finnst skemmtilegast að spila á.
„Völlurinn er ekkert sérstakur akkúrat núna, það er búið að vera mjög kalt og veðurspáin ekkert frábær," sagði Davíð við Fótbolta.net á þriðjudag.
„En við þurfum að gera allt sem við getum til þess að hann verði spilhæfur 20. apríl. Það verður ekki spilað aftur á Miðvellinum, því miður finnst mér, helvíti gott að spila þar og sex stig af sex mögulegum (í fyrra)," sagði Davíð á léttu nótunum.
Er eitthvað opinbert varaplan ef völlurinn er ekki klár?
„Nei, við þurfum þá bara að tala við eitthvað af þessum góðu liðum sem eru hérna á höfuðborgarsvæðinu og fá að leigja gervigrasvöll af þeim. Vonandi kemur ekki til þess. Við erum núna að skoða hvernig við getum aukið líkurnar á því að völlurinn verði spilhæfur. Hann verður náttúrulega aldrei frábær 20. apríl, en ætti að geta orðið sléttur og kannski dálítið gulur. Við viljum spila heimaleikina okkar í Kaplakrika og við erum núna ekki með Miðvöllinn sem varaplan og þurfum því að gjöra svo vel að gera allt sem við getum til að hafa aðalvöllinn kláran," sagði Davíð.
Athugasemdir