Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. nóvember 2022 14:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Val hafa boðið Guy Smit í skiptum fyrir Eið Aron
Valur vill fá Eið Aron aftur.
Valur vill fá Eið Aron aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins, sagði frá því í þætti sínum í dag að Valur hefði boðið í Eið Aron Sigurbjörnsson hjá ÍBV.

Hjörvar segir að Valur hafi boðið markvörðinn Guy Smit sem hluta af kaupverðinu. Guy er á sölulista hjá Val eftir að hafa misst sæti sitt til Frederik Schram á nýliðinni leiktíð.

Eiður er Eyjamaður sem lék með Val á árunum 2017-2020 og varð í þrígang Íslandsmeistari með liðinu. Hann gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2021, hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni í fyrra og var einn allra besti leikmaður liðsins sem endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar í ár.

„Valsmenn halda áfram að bjóða og bjóða í Eið Aron. Þeir eru með eitt flott tilboð samkvæmt mínum heimildum þar sem þeir buðu Guy Smit með. Eyjamenn þurfa markmann. Eyjamenn sögðu bara takk en nei takk," sagði Hjörvar í þættinum. Eiður, sem er 32 ára, er fyrirliði ÍBV og einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Miðað við þessar fréttir eru Valsmenn í miðvarðaleit. Rasmus Christiansen, Sebastian Hedlund og Jesper Juelsgård eru búnir að kveðja Val sem er aftur á móti að enudrheimta Orra Sigurð Ómarsson úr erfiðum meiðslum.

Þeir Halldór Páll Geirsson, Guðjón Orri Sigurjónsson og Jón Kristinn Elísson léku allir á milli stanganna hjá ÍBV í sumar. Guðjón Orri lék mest af þeim, alls átján leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner