Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mán 08. janúar 2024 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Í rauninni sparkaði hann mér út um hurðina"
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við danska félagið Lyngby á síðasta ári og er Freyr Alexandersson stór ástæða fyrir því. Freyr hætti sem þjálfari Lyngby á dögunum og tók við Kortrijk í Belgíu en það vekur upp spurningar um framtíð Gylfa.

Gylfi hefur spilað sex leiki fyrir Lyngby en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Um er að ræða álagsmeiðsli en Gylfi er að snúa eftir tveggja ára fjarveru.

Freyr segir í samtali við RÚV að Gylfi hafi gert mikið fyrir Lyngby og það hafi verið mikill fjölmiðlaáhugi í kringum hann.

„Frammistaðan á vellinum var nákvæmlega eins og ég átti von á. Hann var að koma til baka eftir tvö ár og það hefur mikið gengið á svo frammistaðan var alveg eftir mínum væntingum," segir Freyr.

„Hann er auðvitað eins og hann er og vill alltaf vera besti leikmaðurinn inni á vellinum hverju sinni. Þannig ég þurfti stundum aðeins að hífa hann niður og segja: 'Gamli, slakaðu nú aðeins á'. Þetta mun allt koma."

Freyr segir að það myndi ekki koma á óvart ef Gylfi verður áfram hjá Lyngby en hann verður samningslaus í sumar. Hann segir að landsliðsmaðurinn hafi skilið það af hverju Freyr fór frá Lyngby til Kortrijk.

„Það var auðvitað leiðinlegt að segja honum að ég væri að fara en hann skildi ástæðuna. Í rauninni sparkaði hann mér út um hurðina. Hann gæti alveg klárað tímabilið með Lyngby og það er ekkert tengt mér ef hann hættir hjá Lyngby. Ef að það verður þá var það ekki af því að ég fór," segir Freyr en hann mun hugsanlega fá íslenska leikmenn til Kortrijk á næstu vikum. Hægt er að hlusta á viðtal við Frey úr útvarpsþættinum Fótbolta.net hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra, Freysi og hringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner