Valur er að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í efstu deild karla í sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hlíðarendafélagið að ganga frá því að fá Jesper Juelsgaard sem er 33 ára miðvörður.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hlíðarendafélagið að ganga frá því að fá Jesper Juelsgaard sem er 33 ára miðvörður.
Juelsgaard er samkvæmt Transfermarkt 1,82m á hæð, er örvfættur og getur einnig spilað vinstri bakvörð. Hann lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Danmörku.
Á ferlinum hefur hann spilað með Midtjylland, Skive, Bröndby og AGF í Danmörku og Evian í Frakklandi.
Samningur Juelsgaard við AGF á að renna út í sumar og því líklegt að Valur þurfi ekki að greiða háa fjárhæð fyrir leikmanninn.
Athugasemdir