Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   þri 08. febrúar 2022 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur að sækja leikmann frá AGF í Danmörku
Mynd: Getty Images
Valur er að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í efstu deild karla í sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hlíðarendafélagið að ganga frá því að fá Jesper Juelsgaard sem er 33 ára miðvörður.

Juelsgaard er samkvæmt Transfermarkt 1,82m á hæð, er örvfættur og getur einnig spilað vinstri bakvörð. Hann lék á sínum tíma tvo A-landsleiki fyrir Danmörku.

Á ferlinum hefur hann spilað með Midtjylland, Skive, Bröndby og AGF í Danmörku og Evian í Frakklandi.

Samningur Juelsgaard við AGF á að renna út í sumar og því líklegt að Valur þurfi ekki að greiða háa fjárhæð fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner