Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 08. maí 2023 09:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Formaðurinn vill ekki tjá sig um stöðu Rúnars
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Páll Kristjánsson formaður KR.
Páll Kristjánsson formaður KR.
Mynd: Fótbolti.net
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildi ekki tjá sig um stöðu Rúnars Kristinssonar þjálfara liðsins er 433.is leitaði eftir því nú í morgunsárið.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  0 KR

KR er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir í Bestu deild karla, liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð og steinlá 5-0 fyrir erkifjendum sínum í Val í gær.

KR hefur ekki skorað mark í 370 mínútur í deildinni og markatalan er 0-12 í síðustu fjórum leikjum.

Rúnar hefur þrisvar gert KR að Íslandsmeisturum og þrisvar að bikarmeisturum. Einhverjir telja hann þó kominn á endastöð með liðið.

Rúnar var spurður að því eftir tapið gegn Val í gær hvort hann væri farinn að íhuga stöðu sína sem þjálfari liðsins.

„Við gerum það eftir hvern einasta leik. Við þurfum að sanna okkur í hverjum einasta leik. Þú ert hetja einn daginn og asni annan daginn. Svona er lífið í fótbolta," sagði Rúnar.

„Það er ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu en mér finnst það auðvitað leiðinlegt sem KR-ingur og sem þjálfari liðsins að árangurinn sé ekki betri. Fólk ætlast til að við séum að standa okkur betur og ég geri mér grein fyrir því. Við skulum nú bara aðeins anda með nefinu."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan. Næsti leikur KR er gegn Breiðabliki.
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner