Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 08. maí 2023 17:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Nikulásson: Væri búið að reka alla aðra þjálfara
,,Ætti að vera kominn í annað lið að þjálfa''
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Nikulásson
Mikael Nikulásson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
KR er í 10. sæti Bestu deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki. Staðan gæti versnað í kvöld þegar umferðin klárast. Ef Stjarnan og Fylkir ná í stig í kvöld verður KR í botnsætinu eftir sex umferðir.

KR tapaði 5-0 gegn Val á Origo vellinum í gær og var það fjórða tap KR í röð. Markatalan í þeim leikjum er 12:0. Stig KR komu í fyrstu tveimur umferðunum; 1-1 jafntefli gegn KA í fyrstu umferð og 2-0 sigur gegn Keflavík í annarri umferð.

Formaður KR vildi ekki tjá sig um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar þegar leitað var eftir hans viðbrögðum í morgun.

Mikael Nikulásson er uppalinn KRingur, stuðningsmaður liðsins og þjálfari KFA í 2. deild. Hann tjáði sig um stöðuna í Þungavigtinni.

„Það væri búið að reka alla aðra þjálfara með þennan árangur. Það er bara þannig og það er leiðinlegt að segja það, því Rúnar er búinn að ná frábærum árangri með KR. En þetta er ekki búið að ganga vel í þrjú ár, þetta er fjórða árið núna. Það var ágætt að komast í Evrópu þegar það tókst, en gengið í fyrra og byrjunin núna er ekki ásættanlegt. Ég sé ekkert leikplan hjá KR, mögulega hafa þeir bara ekki leikmennina í það."

„KRingar eru brjálaðir, það voru svona tíu sem sendu á mig, vitandi að ég væri í þessum þætti. Þetta er óásættanlegt, óásættanlegt hvernig liðið er að spila."

„Þetta er ekki að ganga, ég held að Rúnar þurfi að henda slatta af ungu strákunum á bekknum inn í byrjunarliðið."

„Þeir hafa tíma til að snúa þessu við, það eru 27 leikir. Íslandsmeistaratitilinn er farinn, topp þrjú er farið. Þeir eiga möguleika ennþá á topp sex. Nú er bara að halda sér í deildinni eins og staðan er í dag. Ég hef fulla trú á Rúnari Kristinssyni, en hann ætti að vera kominn í annað lið að þjálfa, með ferska byrjun. Mér finnst þetta bara orðið þreytt,"
sagði Mikael.

Rúnar hefur verið þjálfari KR frá árinu 2018. Áður hafði hann þjálfað liðið á árunum 2010-2014.

Sjá einnig:
„Sé ekki KR fara í þær breytingar núna"
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner