Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   mið 08. ágúst 2018 13:18
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren nýr landsliðsþjálfari Íslands (Staðfest)
Tveggja ára samningur - Freyr aðstoðarþjálfari
Icelandair
Erik Hamren í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Erik Hamren í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson aðstoðar Hamren.
Freyr Alexandersson aðstoðar Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari karla en þetta var staðfest á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ nú rétt í þessu. Erik gerir tveggja ára samning með möguleika á tveggja ára framlengingu.

„Ég er ekki viss um að þetta komi á óvart. Það tókst ekki alveg að halda þessu leyndu í þá daga sem við þurftum að ganga frá þessu. Það breytir því ekki að niðurstaðan er mjög ánægjuleg og við kynnum til sögunnar Erik sem næsta landsliðsþjálfara," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á fréttamannafundinum í dag.

„Við teljum að ráðning Erik sé rökrétt framhald á því sem við stefnum að, að viðhalda þessum frábæra árangri sem hefur verið undanfarin ár. Við ætlum okkur að gera vel."

Hinn 61 ára gamli Hamren stýrði sænska landsliðinu frá 2009 til 2016 en síðast starfaði hann sem ráðgjafi hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku.

Heimir Hallgrímsson tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi ekki halda áfram sem þjálfari og fyrir helgi var tilkynnt að aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson yrði heldur ekki áfram.

Freyr Alexandersson verður aðstoðarþjálfari með Hamren. Freyr hefur þjálfað kvennalandsliðið síðan árið 2013 en hann þekkir vel til hjá karlalandsliðinu eftir að hafa verið njósnari þar undanfarin ár og verið í þjálfarateyminu á HM í Rússlandi í sumar.

Freyr stýrir íslenska kvennalandsliðinu í leikjunum mikilvægu gegn Þýskalandi og Tékklandi í byrjun september en þeir leikir skera úr um það hvort liðið komist á HM eða ekki.

Hamren er með öfluga ferilskrá en hann vann sænska bikarinn í þrígang, tvisvar með AIK og einu sinni með Örgryte. Hann vann tvo Noregsmeistaratitla með Rosenborg, 2009 og 2010, og gerði Álaborg að meisturum í Danmörku 2008.

Í kjölfarið tók Hamren við sænska landsliðinu en hann kom liðinu á Evrópumótin 2012 og 2016. Hann var með 54% vinningshlutfall með sænska landsliðið.

Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Hamren eru strax í næsta mánuði. Ísland heimsækir Sviss í Þjóðadeildinni þann 8. september og þremur dögum síðar kemur Belgía, bronsliðið á HM, í heimsókn á Laugardalsvöll.

Þjálfaraferill Hamren
1987–1988 Enköping
1989 Väsby
1990–1991 IF Brommapojkarna
1992–1993 Vasalunds
1994 Degerfors
1995–1997 AIK
1998–2003 Örgryte
2004–2008 AaB
2008–2010 Rosenborg
2009–2016 Sweden



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner