Valur hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum Bjarna Ólafs Eiríkssonar, Fjalars Þorgeirssonar og Halldórs Hermanns Jónssonar.
Þetta gerist í sömu viku og ljóst varð að Magnús Gylfason hættir þjálfun liðsins og Halldór Jón Sigurðsson, Donni hætti sem aðstoðarþjálfari.
Þetta gerist í sömu viku og ljóst varð að Magnús Gylfason hættir þjálfun liðsins og Halldór Jón Sigurðsson, Donni hætti sem aðstoðarþjálfari.
Bjarni Ólafur Eiríksson er 32 ára gamall vinstri bakvörður sem var samningsbundinn Val út tímabilið 2015. Hann spilaði alla 22 leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar og einn í bikarnum.
Ekki er þó útilokað að Bjarni Ólafur verði áfram hjá félaginu. ,,Bjarni er með samningsdrög frá okkur, við erum að bjóða honum nýjan samning. Hann fór í sumarfrí eftir mót og er að skoða samningsdrögin," sagði Sigurður K. Pálsson stjórnarmaður í Val við Fótbolta.net í dag.
Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson er 37 ára og var líka samningsbundinn út næsta tímabil. Hann spilaði 16 deildarleiki í sumar en missti svo sæti sitt til Antons Ara Einarssonar.
Halldór Hermann Jónsson kom til Vals frá Fram fyrir síðustu leiktíð. Hann er þrítugur og var líka samningsbundinn út næstu leiktíð. Hann spilaði 17 deildarleiki með Val í sumar og einn bikarleik.
Athugasemdir