Þá fór ég bara að vega og meta, pældi í öllum þeim sem höfðu haft samband við mig og hvað mig langaði að gera í framtíðinni
„Aðdragandinn var þannig að Arnar Grétarsson hafði samband við mig þegar ég var úti á Tenerife. Það gæti verið að fréttin hafi ýtt undir það að haft var samband við mig út af þjálfun."
„Þá fór ég bara að vega og meta, pældi í öllum þeim sem höfðu haft samband við mig og hvað mig langaði að gera í framtíðinni. Ég hefði alveg getað spilað áfram í eitt, tvö, þrjú ár, en svo kom þetta tækifæri upp," sagði Haukur Páll Sigurðsson við Fótbolta.net í dag.
Tilkynnt var fyrr í dag að Haukur væri nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
„Þá fór ég bara að vega og meta, pældi í öllum þeim sem höfðu haft samband við mig og hvað mig langaði að gera í framtíðinni. Ég hefði alveg getað spilað áfram í eitt, tvö, þrjú ár, en svo kom þetta tækifæri upp," sagði Haukur Páll Sigurðsson við Fótbolta.net í dag.
Tilkynnt var fyrr í dag að Haukur væri nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.
Vitnar í ummæli Óskars Arnar
En þýðir þetta að skórnir séu formlega komnir upp á hillu?
„Bæði Arnar og Valur gáfu mér tíma til að hugsa málið vel og vandlega. Ég gerði það og þetta varð niðurstaðan. Hvort að skórnir séu komnir upp í hillu... það er bara óskað eftir mínum starfskröftum sem þjálfari. Ég segi bara eins og Óskar Örn sagði, ætla ekkert að koma með formlega yfirlýsingu núna um að skórnir séu komnir á hilluna."
„Þetta er bara mitt næsta verkefni og ég ætla vera 'all-in' í því."
Kostir úr bæði efstu og næst efstu deild
Voru margir kostir í stöðunni?
„Það voru lið sem höfðu samband og ég met það mikils. Það voru kostir bæði í efstu og fyrstu deild."
Haukur er uppalinn í Þrótti. „Ég talaði við Þrótt snemma eftir að samningurinn minn rann út hjá Val. Þeir voru þá ekki búnir að ráða þjálfara. Það fór því ekkert langt."
Ótrúlega ánægður með ákvörðunina
„Um leið og þessi kostur hjá Val kom upp þá fór ég að meta stöðuna. Svona er framtíðarsýnin hjá mér, að vera þjálfa fótbolta. Þetta er staður sem er gott að byrja á og get lært heilan helling af bæði Arnari og öðrum þjálfurum í Val. Núna er bara að sjúga inn þekkingu frá þjálfurum i Val og læra af þeim. Ég reyni svo að koma með eitthvað að borðinu. Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun."
Verður fljótur að aðlaga sig að nýju hlutverki
Hvernig heldurðu að það verði að vera ekki lengur hluti af leikmannahópnum þegar hópurinn kemur saman?
„Þetta verður auðvitað breyting, en fyrir mína parta verður það ekkert mál. Það verður örugglega skrítið til að byrja með, en ég verð fljótur að aðlaga mig að því og ég held það verði ekkert mál," sagði Haukur að lokum.
Athugasemdir