Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 09. nóvember 2023 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur Páll nýr aðstoðarþjálfari Vals (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson er nýr aðstoðarþjálfari hjá karlaliði Vals. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Frá þessu er greint í færslu félagsins á samfélagsmiðlum.

„Hauk Pál þekkjum við vel enda verið leikmaður Vals frá árinu 2010, verið fyrirliði liðsins um àrabil og er leikjahæsti leikmaður Vals í efstu deild frá upphafi. Það er mikil ánægja að njóta krafta hans í nýju hlutverki. Við bjóðum Hauk Pál velkominn í teymið og hlökkum til samstarfsins!
"
segir í færslu Vals.

Haukur er 36 ára og stígur inn í það skarð sem Sigurður Heiðar Höskuldsson skilur eftir sig. Siggi var aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar á síðasta tímabili en ákvað í haust að söðla um og tók við sem aðalþjálfari Þórs á Akureyri.

Haukur sagði eftirfarandi í viðtali við Fótbolta.net eftir tímabilið: „Planið var alltaf að fara í þetta frí, slaka á með fjölskyldu og vinum og pæla svo í þessum hlutum þegar ég kæmi heim. Það er mikill áhugi frá mér að halda áfram í fótbolta." Leikmannaamningur hans við Val rann út eftir að tímabilið kláraðist.

„Ég hef ekkert farið í djúpar hugsanir, hef ennþá mikinn áhuga á því að spila og þyrfti að kynna mér það hjá öðrum sem hafa farið í þetta hlutverk. Ég hef brennandi áhuga á fótbolta og sæi alveg fyrir mér að ég myndi verða þjálfari í framtíðinni. Hvort það yrði núna þyrfti að koma í ljós. Mig langar bara að spila fótbolta, hef ennþá ótrúlega gaman af því og hef alltaf sagt við sjálfan mig að um leið og ég hætti að hafa gaman af fótbolta þá hætti ég þessu. Að halda áfram að spila fótbolta er eina markmiðið mitt," sagði Haukur í síðasta mánuði þegar hann var spurður hvort að möguleiki hvort hann hefði hugsað um möguleikann á því að verða spilandi aðstoðarþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner