Legia 0 - 3 Chelsea
0-1 Tyrique George ('49 )
0-2 Noni Madueke ('57 )
0-2 Christopher Nkunku ('73 , Misnotað víti)
0-3 Noni Madueke ('74 )
0-1 Tyrique George ('49 )
0-2 Noni Madueke ('57 )
0-2 Christopher Nkunku ('73 , Misnotað víti)
0-3 Noni Madueke ('74 )
Chelsea er komið með annan fótinn í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa unnið sannfærandi 3-0 sigur á Legía Varsjá í Póllandi í kvöld.
Chelsea-liðið leit ekkert svakalega sannfærandi út svona fyrsta hálftímann en eftir það fór að lifna yfir liðinu.
Kiernan Dewsbury-Hall átti fínustu tilraun sem Kacper Tobiasz, markvörður Legía, gerði frábærlega í að verja. Skotið fór framhjá nokkrum leikmönnum en Tobiasz var með augun á boltanum og fleygði sér í vörsluna.
Chelsea fékk annað gott færi nokkrum mínútum síðar er hornspyrna var tekin stutt á Malo Gusto sem setti boltann fyrir markið. Benoit Badiashile skallaði í átt að marki og að Christopher Nkunku sem var nálægt því að setja boltann í netið en Rafa Augustyniak komst fyrir á síðustu stundu og aftur fyrir endamörk.
Stuttu fyrir hálfleikinn komst Dewsbury-Hall í annað gott færi eftir fyrirgjöf Nkunku en skalli hans framhjá markinu og staðan því markalaus í hálfleik.
Gestirnir frá Lundúnum héldu áfram að pressa á pólska liðið í þeim síðari og kom fyrsta mark leiksins eftir aðeins fjórar mínútur er Tyrique George, sem skipti um stöðu og kom í 'tíuna' í stað Cole Palmer, hirti frákast eftir að Tobiasz hafði varið skot Reece James út í teiginn.
Þetta var fyrsta mark George fyrir Chelsea og ansi sérstakt fyrir Englendinginn að skora það í Evrópuleik.
Varamaðurinn Noni Madueke tvöfaldaði forystu gestanna eftir slæma hreinsun frá Tobiasz. Jadon Sancho tók við boltanum, kom honum inn á Madueke sem kláraði af yfirvegun og Chelsea komið með tveggja marka forystu.
Tuttugu mínútum fyrir leikslok fékk Chelsea vítaspyrnu er brotið var á Dewsbury-Hall í teignum. Tobiasz bætti þar upp fyrir mistök sín í öðru markinu og varði slaka spyrnu Nkunku.
Það liðu um það bil 25 sekúndur frá vítaspyrnunni og að þriðja markinu. Sancho fékk boltann og sendi lágfyrirgjöf inn á Madeuke sem gerði annað mark sitt í leiknum. Geggjuð innkoma hjá vængmanninum.
Þetta var lokamark leiksins og Chelsea nánast komið í undanúrslit keppninnar. Síðari leikurinn er spilaður á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, í næstu viku.
Athugasemdir