Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Amad Diallo framlengir við Man Utd til 2030 (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn Amad Diallo hefur framlengt samning sinn við Manchester United til 2030.

Diallo, sem er 22 ára gamall, hefur spilað 50 leiki og skorað níu mörk frá því hann kom frá Atalanta fyrir fjórum árum.

Þetta tímabil hefur verið hans besta til þessa en hann er með sex mörk og sjö stoðsendingar ásamt því að hafa tvisvar verið valinn besti leikmaður mánaðarins hjá félaginu.

Vængmaðurinn hefur nú verið verðlaunaður með nýjum fimm ára samningi.

„Ég er ótrúlega stoltur af því að hafa skrifað undir þennan samning. Ég hef þegar átt nokkur ótrúleg augnablik með félaginu, en þetta er bara byrjunin. Ég er með mikinn metnað fyrir leiknum og vil afreka sögulega hluti hjá Manchester United,“ sagði Amad.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner