Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 14:20
Elvar Geir Magnússon
Þungavigtarbikarinn fer í gang á morgun
Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður FH.
Kristján Flóki Finnbogason, sóknarmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þungavigtarbikarinn fer af stað annað kvöld með leik Aftureldingar og Breiðabliks í Mosfellsbænum og svo mætast FH og Vestri á laugardaginn.

Sex lið úr Bestu deildinni taka þátt og er leikið í tveimur riðlum. Þetta er þriðja árið í röð sem þetta æfingamót fer fram en FH hefur unnið í bæði skiptin.

Afturelding, Breiðablik og ÍA eru í A-riðli en FH, Stjarnan og Vestri í B-riðli.

Föstudagur 10. janúar:
18:00 Afturelding - Breiðablik (Malbiksstöðin Varmá)

Laugardagur 11. janúar:
13:00 FH - Vestri (Akraneshöllin)

Laugardagur 18. janúar:
12:30 Stjarnan - Vestri (Samsung-völlurinn)
13:00 Breiðablik - ÍA (Kópavogsvöllur)

Laugardagur 25. janúar:
12:00 ÍA - Afturelding (Akraneshöllin)
12:00 FH - Stjarnan (Skessan)

Athugasemdir
banner
banner
banner