Kvaratskhelia er orðaður við Manchester United og Liverpool og þá er United sagt ætla að blanda sér í baráttuna um sóknarmann Brentford. Eigið góða helgi!
Manchester United ætlar að keppa við Paris St-Germain um georgíska framherjann Khvitcha Kvaratskhelia (23) hjá Napoli. (L'Equipe)
Liverpool gæti einnig reynt að fá Kvaratskhelia ef Napoli er tilbúið að láta hann af hendi í þessum mánuði. (Athletic)
Nýir eigendur Everton bjóða hinum David Moyes (61) tækifæri til að snúa aftur á Goodison Park. (Guardian)
West Ham hefur áhuga á að fá enska framherjann Marcus Rashford (27) á láni frá Manchester United. (Talksport)
Ítölsku A-deildarfélögin AC Milan og Como hafa einnig áhuga á að fá Rashford til sín út tímabilið. (Gianluca Di Marzio)
Arsenal hefur ekki efni á sænska framherjanum Alexander Isak (25) frá Newcastle í sumar. Úkraínski bakvörðurinn Oleksandr Zinchenko (28) gæti yfirgefið Arsenal í þessum mánuði. (Mail)
Fjórir leikmenn Bournemouth vekja áhuga hjá toppliðum í ensku úrvalsdeildinni. Það eru úkraínski miðvörðurinn Illia Zabarnyi, ungverski vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez, ganverski framherjinn Gana Antoine Semenyo og spænski varnarmaðurinn Dean Huijsen. Chelsea, Newcastle og Liverpool fylgjast með þeim. (The I)
Manchester United hefur blandað sér í baráttu við Arsenal um að fá kamerúnska framherjann Bryan Mbeumo (25) frá Brentford. (Mirror)
Manchester City er að vinna að kaupum á brasilíska varnarmanninum Vitor Reis (18) frá Palmeiras. (Athletic)
Nottingham Forest hefur áhuga á að fá Douglas Luiz (26) lánaðan hjá Juventus en brasilíski miðjumaðurinn er einnig á blaði hjá Manchester United, Manchester City og Fulham. (Mail)
Aaron Ramsdale (26), markvörður Southampton og Englands, er á mála hjá Newcastle. (Sun)
Borussia Dortmund hefur áhuga á enska varnarmanninum Max Alleyne (19) hjá til Manchester City. (Fabrizio Romano)
Harvey Elliott (21), miðjumaður Liverpool og enska landsliðsins, vekur áhuga frá Brighton og Borussia Dortmund. (Lyall Thomas)
Enski bakvörðurinn Tyrick Mitchell (25) hjá Crystal Palace er eftirsóttur af nokkrum enskum úrvalsdeildarfélögum og þá hefur Atletico Madrid á Spáni augastað á honum. (Mirror)
Aston Villa hefur gengið til samninga við Caen í frönsku B-deildinni sóknarmanninn Tidiam Gomis (18). (L'Equipe)
Juventus hefur gert Ronald Araujo (25), miðvörð Barcelona, að aðalskotmarki sínu þar sem ítalska félagið stefnir að því að fá nýjan varnarmann í þessum mánuði. (Fabrizio Romano)
Fulham hefur fengið bætt tilboð upp á 20,5 milljónir punda frá Palmeiras í brasilíska miðjumanninn Andreas Pereira (19). (Mail)
West Ham hefur verið boðið að fá Jonathan David (24), framherja Kanada og Lille. (GiveMeSport)
Bournemouth er að íhuga að fá Alex Arce (29) framherja frá Paragvæ og LDU Quito á láni. (Football Insider)
Athugasemdir