Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   fim 11. júlí 2024 09:31
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg og Kjartan Henry lýsa úrslitaleiknum á sunnudag
Hörður Magnússon ásamt syni sínum, Magnúsi Hauki.
Hörður Magnússon ásamt syni sínum, Magnúsi Hauki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitaleikur Evrópumótsins verður á sunnudag klukkan 19:00 en þá mætast Spánn og England á Ólympíuleikvangnum í Berlín.

Hörður Magnússon mun lýsa úrslitaleiknum á RÚV en þetta kom fram í Bítinu í Bylgjunni í morgun þar sem Hörður rýndi í úrslitaleikinn ásamt Guðna Bergssyni.

Þeir voru fengnir til að spá í spilin fyrir leikinn og spáir Hörður 2-0 sigri Spánverja en Guðni Bergsson spáir því að 'fótboltinn komi heim' og Englendingar vinni 2-1.

Kjartan Henry Finnbogason mun lýsa úrslitaleiknum með Herði en þeir hafa myndað öflugt teymi í lýsingum. Upphitun fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn hefst klukkan 18:15 á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner