Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 12. janúar 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Di Maria: Gerum allt til að komast á toppinn
Angel Di Maria stefnir hátt.
Angel Di Maria stefnir hátt.
Mynd: Getty Images
Angel Di Maria segir að hann og liðsfélagar sínir hjá Manchester United geri allt sem þeir geta til að enda sem efst í ensku úrvalsdeildinni.

United þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Southampton á Old Trafford í gær og er liðið nú 12 stigum frá toppliði Chelsea eftir 21 umferð.

,,Það er ennþá nóg af stigum í pottinum," sagði Di Maria við Canal+.

,,Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur og berjast. Stundum er betra að elta, það gefur meiri kraft."

,,Á hverju ári verður félagið stærra og eykur metnað sinn. Við erum að gera allt sem við getum til að komast á toppinn, þar sem við eigum heima."

,,Lið eins og Manchester United verður að vera í Meistaradeildinni. Við gerum allt til að koma félaginu aftur á sinn stall."

Athugasemdir
banner
banner
banner