mán 12. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Atlason: Fann gleðina aftur í fótboltanum
Skoraði þrennu í Víkinni og setti boltann innan undir úlpuna
Skoraði þrennu í Víkinni og setti boltann innan undir úlpuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í vetur: Það var það sem ég gerði og sumarið gekk bara þokkalega hjá mér
Úr leik í vetur: Það var það sem ég gerði og sumarið gekk bara þokkalega hjá mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, ég er sáttur. Ég var að njóta mín að spila fótbolta einhvern veginn í fyrsta skiptið. Það var gaman að geta spilað vel og er nokkuð sáttur með hvað ég lagði til. En það er náttúrulega leiðinlegt að missa af restinni," sagði Emil Atlason, leikmaður Stjörnunnar, við Fótbolta.net í dag.

Emil fór í aðgerð á liðþófa fyrir viku síðan og er mjög ólíklegt að hann spili meira á tímabilinu. Emil er 29 ára framherji sem átti sitt besta tímabil í sumar.

Var eitthvað sérstakt sem small í undirbúningi fyrir tímabilið?

„Það var meira andlegt, svo líka sjálfstraustið og að hafa trú á sjálfum sér einhvern veginn. Það sem ég tek einhvern veginn mest frá þessu tímabili er að ég fann gleðina aftur í fótboltanum."

Einhver umræða var um að Stjörnuna vantaði níu. Hafði það einhver áhrif á þig?

„Ég pæli ekkert í þessari umræðu, ég fókusa bara á mig sjálfan og á liðið. Það var það sem ég gerði og sumarið gekk bara þokkalega hjá mér."

Í kringum Emil í sumar voru oftast ungir og kraftmiklir leikmenn.

„Þeir eru frábærir. Það er mjög þægilegt að vera með þessa stráka, þeir hlaupa endalaust. Þeir eru bara drullugóðir í fótbolta. Það er mjög gaman að geta spilað með þeim og þeir náttúrulega gerðu mig betri," sagði Emil.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner