„Mjög spenntur. Þetta var leikur þar sem við vissum að við þurftum að grafa djúpt“ sagði sáttur Jonathan Glenn eftir að Keflavík tryggði sér þrjú stig gegn Þrótturum í Laugardalnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Keflavík
„Leikmennirnir gáfu sig alla í þetta, voru mjög ákveðnar, mikil barátta og náðu í þrjú stig“ sagði hann svo en þetta er þriðji sigur Keflavíkur á tímabilinu.
„Við héldum okkur algjörlega við uppleggið. Við héldum hættulegustu mönnunum þeirra í skefjum, sérstaklega leikmanni númer 10 (Katie Cousins). Mér fannst Sigurrós spila mjög vel á móti henni í dag og frábært mark frá Linli líka. Sandra kom svo inn af bekknum með auka orku og náði að setja mark"
Næsti leikur Keflavíkur er á föstudaginn þegar þær fá Stjörnuna í heimsókn í bikarnum. Aðspurður hvernig hann er stemmdur fyrir leiknum segir Jonathan: „Annar stór leikur. Stelpurnar þurfa að hvíla sig og ná endurheimt af því að það verður erfitt og við verðum að mæta tilbúnar, þetta er bikarinn.“
Nánar er rætt við Jonathan í spilaranum hér að ofan.