Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. júlí 2022 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester
Það svarar bara spurningunni
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það myndaðist mikil umræða um það í kringum leik Íslands og Belgíu að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þyrfti að vera inn á miðsvæðinu hjá íslenska landsliðinu.

Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir byrjuðu saman á miðjunni gegn Belgíu.

Mikið var rætt um það á samskiptamiðlum að það þyrfti að hafa einhverja sem er betri á boltanum inn á miðjunni - leikmann eins og Karólínu. Að hafa hana frekar á miðsvæðinu en á kantinum því þar myndi hún nýtast betur.

Þorsteinn var spurður út í þessa umræðu á fréttamannafundi í Manchester í dag. Hann er ánægður með það sem hann er að fá frá Karólínu á kantinum.

„Ég held að mörg ykkar hafi valið Karólínu sem mann leiksins. Það svarar bara spurningunni," sagði Steini.

Karólína hefur nokkuð spilað á miðsvæðinu í fjarveru Söru, en núna er fyrirliðinn mætt aftur. Karólína er því að spila á kantinum og það verkefni leysti hún gríðarlega vel gegn Belgíu eftir að hafa átt í smávegis erfiðleikum með það í æfingaleiknum þar á undan.

Þorsteinn virðist ánægður með þessa miðju og þessa liðsuppstillingu því hann hefur stillt upp sama liðinu í undanförnum tveimur leikjum. Við spáum því að hann geri slíkt hið sama á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner