Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. desember 2022 16:06
Elvar Geir Magnússon
62% lesenda spá frönskum sigri í kvöld
Elísabet Gunnarsdóttir spáir 2-0 sigri Frakklands.
Elísabet Gunnarsdóttir spáir 2-0 sigri Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ræðst í kvöld hvort það verður Frakkland eða Marokkó sem mun mæta Argentínu í úrslitaleik HM. 62% lesenda Fótbolta.net spá frönskum sigri en það er niðurstaða könnunar sem var á forsíðu.

Leikur Frakklands og Marokkó hefst klukkan 19 og verður í beinni textalýsingu Fótbolta.net.



Vinsælasta spáin er að Frakkland vinni 2-0. Arnar Gunnlaugsson og Hörður Magnússon spá því báðir að það verða lokatölur og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, spáir einnig þeim lokatölum.

„Held að Marokkó sé búið að maxa sitt og Frakkar líta bara sterkari og sterkari út. Verður einstaklega gaman að sjá hvernig Frakkar munu brjóta niður lágu blokkina sem Marokkó hefur brillerað með hingað til. En Giroud er líka á eldi í augnablikinu," segir Elísabet.
Athugasemdir
banner
banner
banner