Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 15. febrúar 2016 11:26
Magnús Már Einarsson
Stjarnan gefur sektarsjóðinn til styrktar Abel
Abel Dhaira.
Abel Dhaira.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur hafið fjársöfnun fyrir markvörðinn Abel Dhaira. Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í vikunni.

Grindavík gaf á dögunum sektarsjóð sinn í söfnunina fyrir Abel og skoruðu á önnur félög um leið. Framarar hafa gert slíkt hið sama og nú hefur Stjarnan einnig ákveðið að gefa sektarsjóð sinn í söfnunina.

Yfirlýsing meistaraflokks karla hjá Stjörnunni
Meistaraflokkur karla hjá Stjörnunni fagnar þeirri samstöðu sem ÍBV og Vodafone hafa sýnt Abel Dhaira með því að standa fyrir fjársöfnun sem léttir Abel þá fjárhagslegu byrði sem fylgt getur svo erfiðum sjúkdómi.

Við höfum ákveðið að fylgja fordæmi annarra liða og leggja söfnuninni lið með því að gefa þá fjármuni sem safnast hafa í sektarsjóðinn á undanförnum mánuðum.

Við skorum á önnur lið í Pepsi-deildinni að gera slíkt hið sama og sýna þannig samstöðu í knattspyrnuhreyfingunni.

Sendum Abel okkar bestu kveðjur.

Meistaraflokkur karla í Stjörnunni

Minnum á söfnunarnúmerin:
Rn. 582-14-602628
Kt. 680197-2029

9071010 – 1000 kr.
9071020 – 2000 kr.
9071030 – 3000 kr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner