Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   fös 16. ágúst 2024 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Igor Bjarni nýr þjálfari Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grótta
Igor Bjarni Kostic hefur verið ráðinn þjálfari Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni en hann tekur við af Chris Brazell sem var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Igor Bjarni er fertugur og hefur mikla reynslu af þjálfun en hann hefur þjálfað hjá KR, Val KA, Haukum og Fram hér á landi en hann starfaði einnig hjá norska liðinu Ull/Kisa.

Hann mun stýra liðinu gegn ÍBV í Eyjum á sunnudaginn en liðið er á botni Lengjudeildarinnar fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Það er afar ánægjulegt að fá Igor Bjarna til liðs við okkur í Gróttu. Hann ræðst óhræddur í verkefnið og honum fylgir jákvæð orka. Útlitið er dökkt en þó töluvert af stigum til að slægjast eftir í pottinum góða og vonumst við til að ná í sem flest þeirra. Teymið í kringum liðið er áfram til staðar og ég hef mikla trú á hópnum í þeirri baráttu sem framundan er," sagði Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Gróttu. Ég hef trú á félaginu og trú á liðinu og hlakka til að vinna með strákunum næstu vikurnar," sagði Igor Bjarni.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner