Úlfarnir hafa náð samkomulagi við Vitor Pereira. Hann verður næsti þjálfari liðsins.
Hann tekur við starfinu af Gary O'Neil sem var rekinn síðasta sunnudag.
Hann tekur við starfinu af Gary O'Neil sem var rekinn síðasta sunnudag.
Pereira er í dag stjóri Al Shabab í Sádi-Arabíu en Wolves hafa samþykkt að borga 800 þúsund pund til að losa hann undan samningi þar.
Pereira er 56 ára gamall og hefur komið víða við á sínum ferli. Hann hefur yfirleitt stoppað stutt hvert sem hann hefur komið.
Pereira flýgur til Englands í dag og mun skrifa undir eins og hálfs árs samning. Það er búist við formlegri tilkynningu frá Úlfunum einhvern tímann á næsta sólarhring.
Athugasemdir