Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. desember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ian Wright slapp vel eftir að hafa dottið niður stiga
Ian Wright.
Ian Wright.
Mynd: Getty Images
Goðsögnin Ian Wright slapp við meiðsli eftir að hafa dottið niður stiga í gærkvöldi.

Wright var viðstaddur dráttinn fyrir Evrópumót kvenna sem haldinn var í Sviss í gær.

Drátturinn fór fram í Lausanne í Sviss en þar datt Wright niður stiga. Samkvæmt Daily Mail fór Wright nýverið í aðgerð á hné en hann slapp sem betur fer við meiðsli.

Leonardo Bonucci, fyrrum landsliðsmaður Ítalíu, og Sami Khedira, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, komu Wright til aðstoðar.

Wright, sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, flaug aftur heim til Englands í morgun og var í góðum fíling. Hann hefur getið af sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi eftir að fótboltaferlinum lauk.
Athugasemdir
banner
banner