Liverpool heimsækir Southampton á morgun í 8-liða úrslitum deildabikarsins. Það verður fyrsti leikur Southampton eftir að Russel Martin var rekinn.
Arne Slot, stjóri Liverpool, verður í leikbanni á morgun og verður því ekki á hliðarlínunni á meðan leik stendur. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk rautt spjald gegn Fulham og tekur út leikbannið á morgun.
Arne Slot, stjóri Liverpool, verður í leikbanni á morgun og verður því ekki á hliðarlínunni á meðan leik stendur. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk rautt spjald gegn Fulham og tekur út leikbannið á morgun.
Slot segir að vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas sé nálægt því að koma til baka. „Hann æfir með okkur til baka í fyrsta sinn eftir meiðslin, svo við sjáum til hvernig það fer. Ibrahima (Konate) og Conor (Bradley) eru ekki byrjaðir að æfa með okkur," sagði hollenski stjórinn á fréttamannafundi í dag.
Slot staðfesti þá að Caoimhin Kelleher muni verja mark Liverpool í leiknu og að Federico Chiesa muni spila í leiknum. Hann var spurður nánar út í Diogo Jota, Chiesa og Wataru Endo.
„Jota var ekki alveg 100% eftir leikinn gegn Fulham. Hann æfði ekki með okkur eftir leik. Ég býst ekki við því að hann byrji á morgun en hann gæti spilað einhverjar mínútur."
Endo hefur ekki spilað mikið með Liverpool á tímabilinu en hefur spilað í deildabikarnum,
„Wata hefur ekki spilað mikið en sem betur fer fyrir okkur hefur hann spilað með landsliðinu. Þeir leikir í deildabikarnum sem hann hefur spilað hafa hjálpað honum að halda takti."
Slot segir að Chiesa muni fá mínútur á morgun.
„Þetta er klárlega tímapunktur þar sem hann getur fengið mínútur. Það er bara mínútufjöldinn sem er spurningamerki. Þú getur ekki búist við að hann spili 90 mínútur, ekki á þessu stigi, eftir 5-6 mánaða fjarveru. Ef hann stendur sig vel á æfingu þá mun hann fá mínúttur."
„Hvort að hann byrji eða komi inn á er eitthvað sem við þurfum að taka ákvörðun með," sagði Sot.
Athugasemdir