Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   þri 17. desember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sá elsti með stórleik - „Mun halda áfram að njóta"
Mynd: EPA
Lukasz Fabianski, markvörður West Ham átti stórleik þegar West Ham gerði jafntefli gegn Bournemouth í gær.

Hann varði hvert skot á fætur öðru en Bournemouth setti mikla pressu á vörn West Ham í seinni hálfleik. West Ham komst hins vegar yfir undir lokin og Fabianski varði ekki frábæra aukaspyrnu frá Enes Unal.

„Maður verður að viðurkenna að þeir sköpuðu sér mörg færi. Auðvitað vildum við vinna og mark seint gefur manni þá tilfinningu að þetta væri að koma. En hrós á Bournemouth, þeir voru flottir,"sagði Fabianski eftir leikinn.

„Maður er alltaf svekktur en á sama tíma vorum við að spila á útivelli gegn liði seme hefur unnið nokkur góð lið, þetta er gott stig fyrir okkur."

Fabianski er 39 ára og sjö mánaða gamall og er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað í deildinni á þesssari leiktíð.

„Það er eitthvað til að vera stoltur af. Það hefur mikið að segja að ég hef verið samkvæmur sjálfum mér að fara á æfingar, undirbúa mig og sjá um mig. Ég mun halda áfram að leggja hart að mér og njóta."
Athugasemdir
banner
banner
banner