Átta liða úrslit enska deildabikarsins hefjast í kvöld og eru byrjunarliðin úr fyrstu tveimur leikjunum komin í hús.
Arsenal mætir Crystal Palace klukkan 19:30 á Emirates-leikvanginum í Lundúnum.
Mikel Arteta gerir átta breytingar á byrjunarliði sínu frá markalausa jafnteflinu gegn Everton um helgina. Kieran Tierney spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu og þá byrjar hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri. Raheem Sterling og Gabriel Jesus fá einnig tækifærið.
Arsenal: Raya, Partey, Timber, Kiwior, Tierney, Jorginho, Merino, Nwaneri, Sterling, Trossard, Jesus.
Crystal Palace: Henderson, Kporha, Chalobah, Lacroix, Guehi, Mitchell, Lerma, Hughes, Sarr, Eze, Mateta.
Newcastle United tekur þá á móti Brentford á St. James' Park en sá leikur hefst fimmtán mínútum síðar.
Lið Newcastle er óbreytt frá 4-0 sigrinum á Leicester um helgina á meðan Thomas Frank gerir fimm breytingar frá 2-1 tapinu gegn Chelsea. Hákon Rafn Valdimarsson er á bekknum hjá Brentford eins og stjörnuleikmaður liðsins, Bryan Mbeumo.
Newcastle: Dubravka, Schär, Burn, Livramento, Murphy, Hall, Joelinton, Gordon, Guimaraes, Tonali, Isak.
Brentford: Flekken, Ajer, Van den Berg, Mee, Pinnock, Lewis-Potter, Yarmoliuk, Janelt, Carvalho, Schade, Wissa
Athugasemdir