Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 18. desember 2024 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Liverpool og Newcastle í undanúrslit - Tvö falleg mörk frá Tonali
Darwin Nunez skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu
Darwin Nunez skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Sandro Tonali skoraði tvö falleg mörk fyrir Newcastle
Sandro Tonali skoraði tvö falleg mörk fyrir Newcastle
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott skoraði seinna mark Liverpool
Harvey Elliott skoraði seinna mark Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool og Newcastle United eru bæði komin áfram í undanúrslit enska deildabikarsins eftir góða sigra í kvöld.

Newcastle vann Brentford 3-1 á St. James' Park. Ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali kom heimamönnum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum.

Tonali skoraði með fallegu skoti fyrir utan teig á 9. mínútu áður en hann bætti við öðru með viðstöðulausu skoti úr teignum eftir hornspyrnu.

Svissneski varnarmaðurinn Fabian Schär bætti við þriðja markinu á 69. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sendingu Bruno Guimaraes.

Yoane Wissa skoraði fyrir Brentford undir lok leiks en lengra komst Brentford ekki. Það er Newcastle sem verður í pottinum á morgun er dregið verður í undanúrslit bikarsins.

Nunez skoraði í sigri Liverpool

Liverpool fer með Arsenal og Newcastle í undanúrslitin eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Southampton á St. Mary's leikvanginum í Southampton.

Átta breytingar voru gerðar á liði Liverpool og fengu þeir John Heitinga og Sipke Hulshoff, aðstoðarmenn Slot, þann heiður að stýra liðinu í þessum leik á meðan Slot tók út leikbann.

Darwin Nunez skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu á 24. mínútu leiksins. Trent Alexander-Arnold átti sendingu sem Jan Bednarek sparkaði yfir sig og í hlaupaleið Nunez. Hann komst einn á móti Alex McCarthy sem rann aðeins til áður en Nunez lagði boltann í hægra hornið.

Harvey Elliott tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar með laglegri afgreiðslu úr teignum eftir sendingu hollenska framherjans Cody Gakpo og þá gat Alexis Mac Allister bætt við þriðja stuttu síðar en skot hans rétt framhjá markinu.

Southampton komst aftur inn í leikinn og var smá heppnisstimpill yfir því. Boltanum var þrumað í andlitið á Wataru Endo og fór boltinn þaðan fyrir Cameron Archer, sem lagði hann á hægri og stýrði boltanum í netið.

Í uppbótartíma kom upp afar vafasamt atvik er langur bolti kom yfir vörn Liverpool. Mateus Fernandes var í baráttunni við Jarell Quansah og var rifinn niður við vítateigslínuna, en Simon Hooper, dómari leiksins, dæmdi ekki. Af endursýnginunni að dæma var Quansah stálheppinn að sleppa við rautt spjald og aukaspyrnu á hættulegum stað.

Heimamönnum tókst ekki að jafna metin og er það Liverpool sem fer áfram í undanúrslit.

Dregið verður í undanúrslit annað kvöld, eftir leik Tottenham og Manchester United.

Newcastle 3 - 1 Brentford
1-0 Sandro Tonali ('9 )
2-0 Sandro Tonali ('43 )
3-0 Fabian Schar ('69 )
3-1 Yoane Wissa ('90 )

Southampton 1 - 2 Liverpool
0-1 Darwin Nunez ('24 )
0-2 Harvey Elliott ('32 )
1-2 Cameron Archer ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner